Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Ofbeldi í skjóli lögreglubifreiðar
19.11.2010 | 18:25
Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir þvi að lögreglubifreiðar séu notaðar til að varna því að vegfarendur sjái hrottabrögð lögreglumanna. Hegðun lögreglumanna gagnvart fólki gjörbreytist þegar inn í bílinn er komið og dyrum lokað þannig að meðferðin á "viðfangsefninu" verður ógeðsleg og úr öllu samhengi við það sem sæmilegt má telja enda sér engin til vinnubragðanna nema lögreglan sjálf. Ég hef séð ógeðslegar myndir af áverkum á fólki eftir slíka meðferð og veit að þær myndir eru til.
Til að koma í veg fyrir staðlausar fullyrðingar af þessu tagi mætti setja eftirlitsmyndavélar í lögreglubifreiðar þannig að það sem gerist innan þeirra njóti ekki nokkurs vafa.
Engar forsendur til brottvikningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)