Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Sigmar "missti sig" aðeins

Það er mikið talað um það að stjórnvöld þurfi að upplýsa okkur borgarana um gang mála á hverjum tíma.  Við viljum helst vita stöðuna hverja klukkustund hvern dag.  Á sama tíma viljum við finna sökudólga og „kasta grjóti“ í hvern þann sem fellur í þann flokk manna sem við teljum að beri hér ábyrgð.  Mörg okkar tókum að vísu nokkurn þátt í „veislunni“ á einn eða annan hátt.  Ég horfði t.d. á Geir og Sigmar ræða saman í 38“ flatskjá upp á vegg.  Var ég þá aðeins að „missa mig“ eða hvað?

Ég vona sannarlega að nú verði regluverkið endurskoðað og þar með ákvæði EES samningsins um óheft viðskipti á þann hátt að bankarnir okkar „missi sig“ ekki aftur svo ég „missi mig“ ekki aftur svo Sigmar "missi sig" ekki aftur.


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló bloggheimar

GeiriGrimmi hielsar bloggheimum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband